Gæðakerfi

Samkvæmt 4. gr. laga nr. 94/2019 um endurskoðendur og endurskoðun ber endurskoðunar-fyrirtækjum að hafa formlegt gæðakerfi til að tryggja gæði endurskoðunarinnar og gæði starfa endurskoðanda. Formlegt gæðakerfi skal skv. 18. gr. sömu laga meðal annars innihalda reglur um ábyrgð stjórnenda á gæðum endurskoðunar, viðeigandi siðareglur, reglur um samþykki og áframhaldandi samþykki viðskiptavina og endurskoðunarverkefna, reglur um ráðningu starfsfólks í endurskoðunarteymi, reglur um framkvæmd endurskoðunar og reglur um eftirfylgni og skráningu gæðakerfis.  

Gæðaeftirlitskerfi félagsins er sett upp í samræmi við alþjóðlegan staðal um gæðastjórnun innan endurskoðunarstofa ( e. International Standard on Quality Control 1, ISQC 1).  Kerfið tekur einnig mið af siðareglum endurskoðenda (IFAC Code of Ethics) sem og alþjóðlegum staðli um gæðastjórnun í verkefnum (International Standard on Auditing, ISA 220).  Gæðaeftirlitskerfið inniheldur þá meginþætti sem gæðaeftirlitskerfi eiga að innihalda samkvæmt 18.gr laga nr. 94/2019 og samkvæmt ISQC 1 en þeir eru eftirfarandi: 

·     Ábyrgð stjórnenda á gæðamálum

·     Siðferðilegar kröfur, þar með talið óhæðiskröfur

·  Samþykki nýrra viðskiptavina og verkefna ásamt áframhaldandi viðskiptasambanda

·     Mannauðsmál

·     Framkvæmd endurskoðunar einstakra verkefna

·     Reglur um eftirfylgni og skráningu gæðakerfis